Uppáhaldsuppskriftir Júlíu Sifjar og Helgu Maríu af veganistur.is.
Í bókinni er að finna fjölda vegan uppskrifta sem henta við alls kyns tilefni, hvort sem það er góður hversdagsmatur, dögurður, veisluréttir, hátíðarmatur eða helgarbakstur. Þetta er samansafn af uppskriftum sem við elskum að elda.
Uppskriftirnar innihalda hráefni sem auðvelt er að nálgast og oft eru þetta hráefni sem flestir eiga uppi í skáp.