Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Franz Kafka

[removed]

Umskiptin og aðrar sögur geymir allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu. Sögurnar eru fjörutíu og fjórar talsins og mjög mislangar, allt frá örsögum upp í nóvellur. Sumar rötuðu fyrst á prent í blöðum og tímaritum og flestallar birtust í sjö bókarkverum á árabilinu 1913 til 1924.

Sögurnar eru margbreytilegar að efni og formi, sumar löngu orðnar sígildar en aðrar lítt þekktar. Frásagnarhátturinn er sérstæður, stundum slunginn gráglettni, og glöggt má skynja óvenjulegt innsæi höfundarins í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa.

Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu sögurnar. Flestar birtust þær í bók sem út kom í litlu upplagi 1991 undir heitinu Í refsinýlendunni og fleiri sögur. Ein frægasta saga Kafka, „Umskiptin“, kom síðar út stök í þýðingu þeirra feðga. Nú hefur Ástráður endurskoðað þýðingu allra sagnanna og ritað fróðlegan eftirmála við safnið.

Franz Kafka (1883–1924) er einn þekktasti rithöfundur 20. aldar. Hann fæddist í Prag og bjó þar ævilangt, var lögfræðingur að mennt en ritlistin var honum ástríða og lífsnauðsyn. Auk sagnanna sem hér birtast skrifaði hann þrjár skáldsögur og fjölda styttri verka sem komu fyrst út að honum látnum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun