Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hermann Bote

Um 500 ár eru síðan bókin með sögunum um Ugluspegil kom fyrst út í Þýskalandi. Hún var prentuð í Straßburg og hlaut strax ótrúlega góðar viðtökur. Þessi bók hefur síðan verið gefin út margsinnis og þýdd á mörg tungumál, hún telst vera þekktasta alþýðubók sem gefin hefur verið út á þýskri tungu. Fram á þennan dag hefur einnig oft verið gefið út úrval hinna 96 sagna um prakkarann og skálkinn Ugluspegil, þær bækur hafa einkum verið ætlaðar börnum og margar fagurlega myndskreyttar. Hér er bókin loks í íslenskri þýðingu í heild sinni með upphaflegum myndum, 87 tréristum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun