Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristján Þórður Hrafnsson

Í þessari bók beitir höfundur sonnettuforminu af mikilli hagmælsku til að yrkja um mannlífið í samtímanum. Hvert ljóð bókarinnar er á sinn hátt sjálfstæð saga um fólk í ólíkum aðstæðum. Hér er ort af innsæi og næmi um mannleg samskipti, sársauka og togstreitu, ást og hrifningu, innri baráttu, lærdóma reynslunnar og ýmsar tilvistarspurningar. Oft spegla ljóðin líka hið broslega í mannlífinu, eins flókið, skrýtið og fallegt í ófullkomleika sínum og það getur verið.

Fyrri sonnettubók Kristjáns Þórðar, Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonnettur kom út árið 1997 og öðlaðist strax miklar vinsældir.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun