Hausthefti Tímarits Máls og menningar er að mestu helgað Bókmenntahátíð í Reykjavík sem stóð yfir dagana 6.-12. september.
– Kader Abdolah
– Naja Marie Aidt
– Tariq Ali
– Jesse Ball
– Junot Díaz
– Gintaras Grajauskas
– Johan Harstad
– Benn Q. Holm
– Luis López Nieves
– Sofi Oksanen
– Anne B. Ragde
– David Sedaris
– Ngugi Wa Thiong’o
Í ritinu má einnig finna greinar eftir eftir Salvöru Nordal, Tryggva Gíslason, Hjalta Hugason og Sigurjón Árna Eyjólfsson og dóm um ævisöguna Amtmaðurinn á Einbúasetrinu.
Aukinheldur má þar lesa ljóð eftir Véstein Lúðvíksson, Birgi Sigurðsson, Kristján Þórð Hrafnsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Sverri Norland og nýja smásögu eftir Guðmund Brynjólfsson.
Ádrepu ritsins skrifar Ármann Jakobsson og fjallar þar um skáldsögur.