Hjálmar Þorgeirsson á Hraunhömrum þykir glæsilegur ungur maður og ekki spillir ríkidæmið á stórbýlinu. Ásta, heimasætan í Heiðar-görðum, er hans útvalda enda hrifust þau hvort af öðru þegar þau sáust fyrst barnung á heiðinni. En sú stórhuga og myndarlega kona Sigurfljóð ætlar sér líka Hjálmar, hvað sem það kostar, og Þorgeiri, föður hans, finnst ríkt kvonfang á stórbýlinu Hálsi mun betri kostur en fátæk kotstelpa. Það er úr vöndu að ráða fyrir Hjálmar og allir hans framtíðardraumar gætu verið í uppnámi. Ekki vill hann valda foreldrum sínum vonbrigðum, sérstaklega ekki móður sinni.
Í Tengdadótturinni, sem kom fyrst út 1952–54 í þremur bindum og átti miklum vinsældum að fagna, segir frá ástum og örlögum jafnt sem daglegu lífi til sveita í byrjun 20. aldar. Guðrún frá Lundi hefur einstakt lag á að gæða persónur sínar lífi svo að lesandinn hverfur um hundrað ár aftur í tímann.
Hrundar vörður er önnur bókin í þessum magnaða flokki en nýrrar útgáfu hefur verið beðið lengi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 15 klukkustundir og 46 mínútur að lengd. Silja Aðalsteinsdóttir les.
Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun