Victoria er alin upp á flækingi milli fósturheimila og stofnana og hefur aldrei myndað tilfinningatengsl við nokkra manneskju – nema konuna sem kenndi henni táknmál blómanna. Á átján ára afmæli sínu stendur hún á götunni, alein í heiminum, þyrnótt eins og þistill. En hún kann að tjá tilfinningar sínar og annarra með blómum og fær vinnu í blómabúð þar sem hæfileikar hennar njóta sín.
Þegar hún kynnist ungum blómabónda sem einnig kann að láta blómin tala fyrir sig fara sársaukafullar minningar úr fortíðinni að rifjast upp og Victoria þarf að horfast í augu við eigin bresti, læra að treysta öðrum og reyna að rata aftur heim. En hefur hún brennt allar brýr að baki sér?
Tilfinningarík og átakamikil saga um eftirsjá, höfnun og einmanaleika en líka von, fyrirgefningu og ást.
Höfundurinn, Vanessa Diffenbaugh, skrifaði bókina eftir að hafa sjálf tekið að sér fósturbörn og kynnst kaldranalegum veruleikanum sem þau höfðu búið við.
Ásdís Guðnadóttir þýddi.
„Tilfinningarík og heillandi saga um mannlegt eðli og breyskleika eins og hann gerist bestur.“
Sigrún Pétursdóttir / pjattrofurnar.is
*** 1/2
„Táknmál blómanna er mannleg bók og falleg þó hún taki ljótleika mannsins jafnt sem því fagra sem honum býr.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
„… grípandi, hjartnæm og áhrifamikil …“
Gurrí / Vikan
„Töfrandi, mannbætandi, grípandi og listilega fléttuð.“
BOOKLIST
„Hjartnæm og fallega skrifuð lýsing á viðkvæmni og hörku mannsins.“
THE DAILY TELEGRAPH
„Tær og falleg.“
THE WALL STREET JOURNAL
„Merkilega falleg bók um ófagurt efni … Þetta er Jane Eyre ársins 2011.“
THE SAN FRANCISCO CHRONICLE
„Hrífandi frá fyrstu síðu.“
ELLE