Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristina Ohlsson

Malcolm Benke finnst myrtur í hægindastól fyrir framan arininn á heimili sínu í Stokkhólmi. Á litlafingri er hann með giftingarhring látinnar dóttur sinnar. Hvers vegna í ósköpunum?

Í öðru hverfi situr miðaldra útfararstjóri og hefur áhyggjur af bróður sínum sem virðist vera horfinn. Og einhvers staðar er örvæntingarfull kona innilokuð með börnum sínum og eiginmanni sem færist sífellt nær brjálseminni …

Fredrika Bergman og Alex Recht átta sig á að öll þessi mál tengjast og einhvers staðar leynast gamlar syndir sem leita upp á yfirborðið. En hver er það sem vill fullnægja réttlætinu á svo grimmilegan hátt? Og hvaða réttlæti?

Syndaflóð, sjötta bók Kristinu Ohlsson um lögreglumennina Bergman og Recht, er æsispennandi saga um duldar misgjörðir, sekt og hefnd.

Nanna B. Þórsdóttir þýddi.