Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Anders Jacobsson, Sören Olsson

Svanur Andersson – kvennagullið fræga, rómantíski riddarinn, hetja allra stelpna…

Skyndilega virðist allt vera orðið öfugsnúið. Nú eru það grimmilegir tölvuleikir sem gilda, þungarokk og hokkímyndir. Hinum strákunum finnst Svanur vera hálfgerður asni, aumingi sem ekki vill slást eða læra karatespörk og tölvuleiki. Og stelpurnar virðast líka vera orðnar þreyttar á mjúka stílnum. Ekkert mjúkt og sætt ávaxtahlaup. Nú eru það harðir brjóstsykurmolar sem eru í tísku! Og því miður virðist meira að segja Soffía vera hrifnari af þessum hörðu og sterku strákum, til dmæis Elíasi og Mister Schmidt, strákum sem eru einmitt allt það sem Svanur er ekki…

Hvernig fer nú um Svan og Soffíu ? Verður Svanur að gerast einhvers konar hörkutól til að fá að halda kærustunni sinni ?