Höfundur Cilla og Rolf Börjlind
Stórstreymi er fyrsta bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, handritshöfunda Beck-myndanna. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögunni.
Árið 1987 var morð framið í flæðarmálinu á sænskri eyju. Fórnarlambið var ung ófrísk kona en þrátt fyrir mikla vinnu rannsóknarlögreglunnar upplýstist morðið aldrei þar sem kennsl voru ekki borin á líkið og gerendurnir komust undan.
Árið 2011 velur ungur lögreglunemi, Olivia Rönning, málið sem verkefni í lögregluskólanum og fyrr en varir er hún komin á kaf í þessa dularfullu morðgátu. En Tom Stilton, sem rannsakaði málið á sínum tíma, virðist horfinn af yfirborði jarðar. Á sama tíma er hópur heimilisleysingja í Stokkhólmi ofsóttur af ungum glæpamönnum sem svífast einskis.
Ísak Harðarson þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun