Flokkar:
Höfundur: Hans Johan Sagrusten
Bókin rekur ótrúlega og spennandi sögu handrita sem texti Biblíunnar byggist á. Sagt er frá ævintýralegum handritafundum á sorphaugum og í krukkum í eyðimörkinni.
Við sögu koma bedúínar og ísmeygilegir handritasalar sem gefa ekkert eftir og vilja helst selja forn biblíuhandrit í sem smæstum bútum til að fá sem mest fyrir þau.Efni sem rithöfundar á borð við Dan Brown og Tom Egeland hafa notað. Þessi bók gefur þeim ekkert eftir!
Bókin er mjög svo læsileg og fjallar um efni sem lítið hefur verið skrifað um á íslensku. Stórfróðleg og efnið kemur svo sannarlega á óvart.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun