Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Annað hefti Stínu þessa árs, tíma­rits um bók­mennt­ir og list­ir, er komið út. Meðal efn­is eru grein­ar um Jó­hann­es Kjar­val og mynd­ir eft­ir hann; Kor­mák­ur Braga­son ger­ir grein fyr­ir ævi­ferli Kjar­vals og Guðberg­ur Bergs­son seg­ir frá kynn­um sín­um af Kjar­val þegar Guðberg­ur var dyra- og næt­ur­vörður á Hót­el Borg á sjö­unda ára­tugn­um.

Í heft­inu eru líka birt ljóð eft­ir Magneu Þ. Ingvars­dótt­ur, Jón Óskar, Kor­mák Braga­son, Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur, Kristian Guttesen og Jón­as Hall­gríms­son. Einnig eru birt­ar smá­sög­ur eft­ir Atla Ant­ons­son, Láru Krist­ínu Sturlu­dótt­ur, Aðal­stein Aðal­steins­son, Arn­hildi Hálf­dán­ar­dótt­ur og Stefán Gauta Úlf Stef­an­íuson. Auk­in­held­ur ör­sög­ur eft­ir Svar Má Snorra­son og Olgu Al­ex­and­ers­dótt­ur Mar­kelova og einnig arg­entínska rit­höf­und­inn Enrique Del Ace­bo Ibañez sem Hólm­fríður Garðars­dótt­ir snar­ar.

Í lok­in er bók­mennta­spjall Torfa Tul­inius­ar um vísna­kverið Til í að vera til eft­ir Þór­ar­in Eld­járn og Vín­blá­ar var­ir eft­ir Sig­ur­björgu Friðriks­dótt­ur.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun