Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Margrét Tryggvadóttir

Sterk er hröð og spennandi saga sem varð hlutskörpust í samkeppninni um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021.

Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu, fullorðnu fólki. Það kýs hún þó miklu heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við lítinn fögnuð fjölskyldu og vina. En svo hverfur konan í næsta herbergi sporlaust, og síðan önnur. Hvaða konur eru þetta og hvað verður um þær? Og hvað er Jóhanna, skólasystir hennar, að spá? Getur verið að hún sé skotin í Birtu? En veit hún þá hver Birta er?

Margrét Tryggvadóttir hefur sent frá sér bækur af ýmsu tagi, síðast Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir sem hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar. Bækur hennar Íslandsbók barnanna og Skoðum myndlist hlutu Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna og Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin. Margrét er fædd í Reykjavík árið 1972. Hún er bókmenntafræðingur, með meistarapróf í menningarstjórnun og fyrrverandi alþingismaður, en finnst skemmtilegast að skrifa fyrir ungt fólk.

ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 40 mínútur að lengd. Höfundur les.

Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:

4.270 kr.
Afhending