Vorið er að koma á Ölandi og Per Mörner á von á syni sínum og dóttur í heimsókn. Áætlanir hans um notalegar stundir með börnunum fara úr skorðum þegar Jerry faðir hans hringir og virðist í háska staddur. Jerry er maður með vafasama fortíð og Per hefur forðast hann árum saman, helst viljað gleyma honum. Hann lætur sig engu að síður hafa það að fara og athuga með þann gamla og finnur hann lokaðan inni í brennandi húsi, tekst með naumindum að forða honum út. Jerry er með sár eftir eggvopn á kviðnum og jafnframt augljóst að eldurinn er af mannavöldum. Tvö lík finnast í húsinu. Annað þeirra telur lögreglan vera af manni sem grunaður er um að hafa viljað Jerry feigan. Ýmislegt bendir þó til að sá maður lifi enn og hættan sé alls ekki liðin hjá. Per er ákveðinn í að komast til botns í málinu. Hann neyðist því til að róta í sárri fortíðinni og kynnast föður sínum betur. Og sjálfum sér um leið.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun