Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Eiríkur Örn Norðdahl, Jón Proppé

Í þessari yfirgripsmiklu ljósmyndabók er varpað ljósi á feril Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar.

Þar birtist hluti af þekktum verkum hans eins og Bensín, Hetjur og 111 í samtvinning við óbirtar eða sjaldséðari ljósmyndir. Með einstöku stílbragði í mannamyndatökum og vali á umfjöllunarefni sem fela oft í sér beitta samfélagsrýni hefur Spessi skapað sér sérstöðu á sviði listrænnar ljósmyndunar á Íslandi. Ferill hans spannar nú 30 ár og á þeim tímamótum er fullt tilefni til að miðla hans einstöku sýn á samfélagið.

Bókin er 192 blaðsíður af stærð, greinarhöfundar eru Jón Proppé og Eiríkur Örn Norðdahl, ritstjóri er Linda Ásdísardóttir og hönnuður er Ámundi Sigurðsson.