Höfundur: Guðjón Ingi Eiríksson
Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Og nú er hann staddur í Bjartabæ. Hann birtist þar óvænt og það ekki af góðu. Hann er á eftir glæpamönnum sem vilja ráða yfir öllum heiminum og svífast einskis til að svo megi verða. Ljóst er að Lauga lögga þarf á öllum kröftum hans og klókindum að halda í baráttunni við þá.