Knudsenar hafa búið í Tangavík í meira en tvær aldir. Þar hafa þeir reist síldarbræðslur, vöruskemmur og verslunarhús, setið í bæjarráðum og bæjarstjórnum, átt stakkstæði, mjölverksmiðjur, vélbáta, togara og frystihús og stjórnað lúðrasveitum, karlakórum og kvenfélögum. Knudsenættin hefur bæði átt sína stórveldistíma og farið á hausinn. Hún hefur horfið og komið aftur, svona einsog gengur og gerist með kóngaættir, verið bæði feikivinsæl og afar óvinsæl og allt þar á milli.
Knudsenarnir í Tangavík eru skrautleg og flokksholl ætt með dugandi útgerðarmönnum, ættræknum bankastjórum, drykkfelldum sjoppueigendum, ástsælum alþingismönnum, skapmiklum fegurðardrottningum og jafnvel elskulegum þorpshálfvitum.
Saga þeirra er samofin sögu alþýðunnar því hana hafa þeir ráðskast með frá ómunatíð. Sá sem segir söguna er gamall nemandi Arnfinns Knudsen, eins glæsilegasta fulltrúa ættarinnar frá upphafi.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun