Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ármann Jakobsson

Alla 20. öldina var hugtakið Íslendingaþættir mikið notað í rannsóknum og kennslu á íslenskum bókmenntum.

Í þessari bók er rakin saga hugmyndarinnar frá handritum 19. aldar og fyrstu útgáfum á 20. öld til vísindalegra skrifa um Íslendingaþætti undir lok aldarinnar. Tekist er á gagnrýninn hátt við hugmyndina og sýnt fram á að í raun og veru eru hinar vísindalegu niðurstöður grundvallaðar á forsendum sem alþýðuútgáfur höfðu skapað í upphafi aldarinnar.

Bókin er þannig innlegg í sögu aðferða í hugvísindum yfirleitt um leið og hún sýnir fram á að endurmeta þarf allan skilning okkar í Íslendingaþáttum.

4.670 kr.
Afhending