Sjálfshjálpar- og sálgæslubók fyrir konur og karla. Hér fylgir höfundur lesandanum á leiðinni sem gengin er eftir skilnað. Guðný byggir hér á persónulegri reynslu, starfi sínu í sálgæslu og ekki síst rannsókn sem hún gerði í meistaranámi sínu en þar bar hún saman sorgargöngu kvenna sem misstu maka við andlát og kvenna sem misstu maka við skilnað.
Guðný fjallar um sorgina sem óhjákvæmilega fylgir skilnaði, hvernig sem að honum er staðið. Hér er rætt um sorg þess sem verður eftir en einnig um sorg þess sem fer, sem oft er vanmetin.
Höfundur beinir sjónum fram á veginn, styður lesandann á göngunni í átt til betra lífs, hvetur hann til að missa ekki vonina og húmorinn er aldrei langt undan. Bókin er einnig áhugaverð lesning fyrir fólk sem ekki hefur gengið í gegnum skilnað því hún gefur góða innsýn í aðstæður og sálarlíf fólks í þessum kringumstæðum.
Guðný Hallgrímsdóttir hefur starfað sem prestur í 25 ár. Í störfum sínum hefur hún öðlast mikla reynslu í sálgæslu og gengið með fjölda fólks frá sorg til betra lífs. Athugið, frí heimsending.