Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Frank Fosbæk

Sjálfvirkni er veigamikill þáttur í öllu starfi rafiðnaðarmanna og hefur þróunin verið gríðarmikil á undanförnum árum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar um að rafiðnaðarmenn séu upplýstir um þá tækni sem í boði er.

Í þessari bók eru teknar fyrir stýringar með segulliðum og iðntölvum, ásamt raðarstýringum og reglun. Þessi bók hentar vel til kennslu í Stýringum og rökrásum (STR-áföngum) í grunnnámi rafiðnaðarmanna.

Bókin er byggð upp með það í huga að námið sé sambland af fagbóklegri og verklegri færni og að hver nemi hafi sinn búnað til að framkvæma verklegar æfingar.

8.080 kr.
Afhending