Síðbúin kveðja kom út á aldarafmæli Tómasar Guðmundssonar skálds, 6. janúar 2001, og geymir fjölbreytt efni, ljóð, sendibréf, ritgerðir og tækifærisræður, en hefur fæst af því áður birst á prenti.
Hér er að finna nokkur ljóð Tómasar frá æskuárum, einnig þrjár ritgerðir hans úr menntaskóla sem allar bera þroska hans og næmleika ljóst vitni, svo og sendibréf sem hann ritaði systur sinni, Sigríði á Ormsstöðum, á árunum 1918-20. Einnig eru birtar nokkrar ritgerðir um skáldskap og listamenn. Bókinni lýkur á tækifærisræðum sem endurspegla málsnilld og skopskyn Tómasar Guðmundssonar, svo og þann einstæða hæfileika hans að klæða ádeilu sína í listrænan búning og bera fram undir yfirskini glettni og gáska.
Eiríkur Hreinn Finnbogason valdi efnið og bjó bókina til prentunar.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun