Höfundar: Einar Falur Ingólfsson, Guðmundur Guðjónsson
Selá í Vopnafirði er veiðibók í ritstjórn Guðmundar Guðjónssonar sem hefur í gegnum tíðina getið sér gott orð fyrir útgáfu veiðibóka fyrir jólin.
Bókin er hin veglegasta og þar er að finna ítarlega veiðistaðalýsingu, veiðikort og loftmyndir. Að auki eru fjölmargar frásagnir, veiðisögur, viðtöl og ýmiss konar hugleiðingar um ána og nærumhverfið.
Þá prýða fjölmargar myndir bókina eftir Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara og fjölmarga fleiri úr fortíð og nútíð.
Þetta er fimmta bókin í bókaflokki Litrófs um íslenskar laxveiðiár en áður hafa komið út bækur um Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Grímsá í Borgarfirði og Þverá/Kjarrá.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun