Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Ósk og Xar hafa fundið hráefnin fyrir nornaförgunargaldurinn og nú kallar nornakóngurinn þau til sín að Tjörn hinna týndu. En fyrst verða þau að blanda seyðið …

Geta þau sigrast á hinum hungraða gandormi og flúið með Bikar nýrra færa? Og verður galdurinn nógu öflugur til að aflétta BÖLVUNINNI yfir Villiskógunum … eða munu nornirnar ráða AÐ EILÍFU?

Fjórða og síðasta bókin í æsispennandi ævintýrasögu um stríðsmærina Ósk og seiðstrákinn Xar eftir breska metsöluhöfundinn Cressidu Cowell en bókaflokkur hennar Að temja drekann sinn sló rækilega í gegn. Kvikmynd í bígerð.