Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi. Það skrifar enginn eins og Elísabet Jökulsdóttir. Hér veltir hún steinum og strýkur lesandanum móðurlega um kinn, gefur forneskjunni langt nef og heldur óþreytandi áfram leit sinni að ást, frið og sátt.
Síðasta skáldsaga Elísabetar, Aprílsólarkuldi, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021. Hún var auk þess tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 26 mínútur að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.
Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni:
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun