Flokkar:
Bandaríska skáldið Hal Sirowitz fylgdi metsölubókinni Sagði mamma eftir með þessari bráðfyndnu og einstöku bók. Hér úir og grúir af svörtum húmor og hin óborganlega mamma er ætíð í nánd til að gefa góð ráð eða gagnrýna. Eins bregður pabba fyrir með sín föðurlegu heilræði og kaldhæðni. Samtölin við sálfræðinginn eru þó í fyrirrúmi og vandamálin sem snúast flest um flókin samskipti kynjanna.
Sagði sálfræðingurinn er þriðja bókin eftir Hal Sirowitz á íslensku. Sagði mamma (2001) og Sagði pabbi (2006) hlutu báðar einstaklega góðar viðtökur.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun