Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Solvej Balle

Rúmmálsreikningur II er annað bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi. Rúmmálsreikningur I

„Mig langar út úr nóvember og inn í heim með árstíðum. Mig langar í snjó og hélað gras, kannski fáeina daga með frosthörkum, ekki endilega frostavetur eða háa skafla, bara vetur eins og ég þekki þá, kalda daga og garða með fölnuðum stráum og hvítri slikju, nætur með köldum stjörnuhimni sem tekur kannski endrum og sinnum með sér snjókomu.“

Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin.

„Þessi þrjú fyrstu bindi mynda þegar samhangandi heild sem hver nýr hluti eykur við á nýja og ófyrirséða vegu, og ögrar um leið hugmyndum okkar um listaverkið sem snyrtilega og afmarkaða einingu.“
Úr umsögn dómnefndar um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Þýðandi er Steinunn Stefánsdóttir