Höfundur Ingibjörg Hjartardóttir
Sautján árum áður er kona, virtur læknir í litlu plássi á Norðurlandi, dæmd fyrir tvö morð með nokkurra daga millibili. Lífið er óútreiknanlegt og mistök hrinda af stað atburðarás sem hefur áhrif á líf svo margra - jafnvel þeirra sem á eftir koma. Sagan gerist á Íslandi og á annarri eldfjallaeyju í fjarska og saman tvinna mannlegur breyskleiki, ástir, vinátta, fórnir og svik ofurspennandi og litríkan sagnavef. Ingibjörg Hjartardóttir er kunn fyrir leikritagerð, bæði sviðsverk og útvarpsleikrit. Árið 2001 kom út hennar fyrsta skáldsaga, Upp til sigurhæða, sem fékk mikið lof fyrir stílsnilld og frásagnargleði.
„Sagan er eins og íslenska náttúran með sínu lognkyrra vori, tryllta vetri og öllu þar á milli. Hún er einstaklega vel skrifuð og svo ágeng að hún situr í manni dögum saman, svo margþætt að maður les hana aftur og aftur. (Súsanna Svavarsdóttir, Mbl)
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun