Höfundur Hans Rosling
Þegar við erum spurð einfaldra spurninga um hvernig ýmsum málum heimsins er háttað; af hverju fjölgar fólki, hversu margar ungar konur fara í nám, hve mörg okkar lifa í fátækt - svörum við rangt á kerfisbundinn hátt. Svörin eru meira að segja svo röng að simpansar sem velja svörin af handahófi svara fleiri spurningum rétt en rannsóknarblaðamenn, fjárfestar og þeir sem eru tilnefndir til Nóbelsverðlauna. Vandamálið er að við vitum ekki að við vitum ekki og jafnvel ágiskanir okkar eru litaðar af ómeðvituðum en fyrirsjáanlegum fordómum.
Í Raunvitund rekur Hans Rosling ástæður þessa á róttækan hátt og flettir ofan af tíu hvötum sem afmynda sjónarhorn okkar - allt frá hvernig við skiptum heiminum í tvennt (við og þau), hvernig við lesum úr upplýsingum fjölmiðla (þar sem óttinn ræður för) til þess hvernig við skynjum framfarir (trúum að flestir hlutir fari versnandi).
Í ljós kemur nefnilega að ástand heimsins, þrátt fyrir alla vankanta, er mun betra en við gætum haldið. En þegar við höfum stöðugt áhyggjur af öllu í stað þess að vera opin fyrir og taka tillit til staðreynda missum við sjónar á því sem ógnar okkur mest.
Raunvitund er hrífandi og upplýsandi, full af líflegum og áhrifamiklum frásögnum. Raunvitund breytir sýn okkar á heiminn og gerir okkur kleift að bregðast við áskorunum og tækifærum sem framtíðin hefur í för með sér.
Gunnar Dofri Ólafsson þýddi.
„Ein mikilvægasta bók sem ég hef lesið. Ómissandi leiðarvísir til að sjá heiminn í réttu ljósi.“ Bill Gates
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun