Völuspá er mikilfenglegasta kvæði norrænna miðalda og í þessari bók eru átta greinar frá málþinginu „Völuspá — Norrænn dómsdagur“. Fjallað er um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun miðalda svo og frásagnir er fjalla um endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð.