Skáldsagan Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur er seiðandi og magnþrungið verk sem lýsir á einstakan hátt innri sem ytri átökum á umbrotatímum og þeim margræða sannleika sem hver og einn þarf að glíma við.
Öll sín fullorðinsár hefur Rán lifað og starfað fjarri heimahögunum, mótast og þroskast á framandi slóðum. Nú er hún á leið frá heimili sínu og manni í Sviss til fósturjarðarinnar, Íslands, með viðkomu í Barcelona þar sem hún átti viðburðaríkt líf á æskuárum.
Rán hefur fáu gleymt þótt borgin hafi breyst og ferðin verður stefnumót við fortíðina – hún þarf að horfast í augu við liðna tíma og glataðar hugsjónir. En það þarf hugrekki til að halda inn í þyrnóttan minningaskóginn og rifja upp kynnin við eldhugann og andófsmanninn Roberto; sársauki fortíðarinnar „ýfist upp eins og hún hafi skilið hann eftir á miðri Montcadagötu endur fyrir löngu og hann beðið hennar allan þennan tíma eins og tryggur hundur.“
Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur áður sent frá sér smásagnasafn og fjórar skáldsögur. Tvær þeirra, Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið, voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en áður hafði önnur saga Álfrúnar, Hringsól, verið tilnefnd til síðarnefndu verðlaunanna. Rán var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2008.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 52 mínútur að lengd. Sólveig Guðmundsdóttir les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun