Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorleifur Hauksson

Vilborg Dagbjartsdóttir er landsþekkt sem eitt listfengasta ljóðskáld sem við eigum, barnabókahöfundur, þýðandi, baráttukona og kennari. Hún ólst upp í fjörugum systkinahópi í þorpinu Vestdalseyri við Seyðisfjörð sem hún hefur gert ódauðlegt í ljóðum sínum. Þau voru tíu systkinin sem framtíðin blasti við þegar þrjár glæsilegar eldri systur hennar dóu á einu ári. Þá var Vilborg ellefu ára og þessi umskipti settu mark sitt á líf hennar upp frá því.

Við fylgjum Vilborgu hjá vandalausum á Norðfirði frá tólf ára aldri, á náms- og mótunarárum hennar í Reykjavík, Edinborg og Kaupmannahöfn og lífsbaráttu hennar og lífsförunautarins, Þorgeirs Þorgeirsonar, hér heima. Úr þagnarhyl er í senn einlæg ævilýsing og aldarspegill. Frásagnarlist Vilborgar er einstæð; sögur hennar eru fyndnar, neyðarlegar, hnyttnar, sorglegar, og hún liggur ekki á skoðunum sínum. Hér birtast ljóslifandi myndir af samferðafólki Vilborgar, ekki síst skáldum og listamönnum sem hún deildi með kjörum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun