Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Ritið Prýðileg reiðtygi veitir innsýn í þann þátt menningararfsins úr safnkosti Þjóðminjasafns Íslands sem sýndur er í Bogasal safnsins og tengist íslenska hestinum.

Hér er meðal annars fjallað um söðla og það handverk sem var notað til að prýða þá. Rýnt er í drifið látún þar sem birtast blómstrandi jurtir og framandi dýralíf í heillandi myndum. Hin séríslensku glituðu söðuláklæði eru einnig til vitnis um listfengi þeirra sem sköpuðu þessa ríkulegu arfleifð.

Ritstjóri er Anna Lísa Rúnarsdóttir. Greinahöfundar eru Ingunn Jónsdóttir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.