Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Einar Kárason

Það er ógaman að lenda í skáldum: verða fyrirvaralaust persóna í skáldverki þar sem allt er meira og minna fært í stílinn ef því er ekki hreinlega snúið á haus. Margir þekkja sögu Einars Kárasonar um Eyvind Jónsson Storm, sem lengi bjó í Danmörku og var lýst sem heldur vafasömum karakter. Í þeirri frásögn var svo margt úr lagi fært að ekki verður lengur við unað. Rétt skal vera rétt.

Hér grípur Stormur til varna, skýrir sitt mál og leiðréttir missagnir. Höfundurinn skýtur þó líka inn sínum sjónarmiðum og athugasemdum, milli þess sem vinir og vandamenn Stormsins leggja orð í belg, og allt er þetta lagt fyrir lesendur þeim til fróðleiks – eða að minnsta kosti skemmtunar.

Passíusálmarnir eru óviðjafnanleg lesning sem snýr upp á skáldsöguformið; Eyvindur Stormur og Einar Kárason leiða saman hesta sína svo úr verður kostuleg og margslungin gamansaga.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 5 klukkustundir og 28 mínútur að lengd. Höfundur les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun