Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Erna Sverrisdóttir

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar nr. 4

Hvað vitum við um skáldin?

Allt sem vita þarf, kann einhver að segja. Við þekkjum ljóðin þeirra og sögu.

Fullyrt er að eftir lestur þessarar bókar viljum við vita meira!

Þorsteinn Erlingsson og Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum bundust óvenju sterkum tilfinningaböndum sem þau treystu í bréfum sínum. Á þeim vettvangi, sem var persónulegur og geymdi táknmál tilfinninga þeirra, létu þau í ljósi skoðanir sem erfitt gat verið að birta opinberlega. Ást þeirra var þó ekki blind. Hún var mörkuð af þeirri staðreynd að þau unnu mökum sínum og fjölskyldum.

Bók þessi geymir bréfaskipti Þorsteins og Ólafar á árunum 1883-1914; bréf Þorsteins hafa verið kunn en nú eru bréf Ólafar í fyrsta skipti aðgengileg. Þau sýna hvernig fólk tjáði sín dýpstu leyndarmál innan hins knappa forms bréfanna. Fyrir skáldin tvö var þetta eina færa leið tímans þar sem ár og fjöll skildu þau ævinlega að.