Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hugleikur Dagsson

 Hér á ferðinni smásagnasafn sem sver sig í ætt við fyrri bækur höfundar. Hver saga er rússíbanaferð um taugakerfi hins brothætta nútímamanns. Löðrandi í hryllingi, ást og sadisma. Viðfangsefnin eru af öllum toga. Þarna eru sögur af hvölum, kolkröbbum, hákörlum og höfrungum. Sem sagt: Eitthvað fyrir alla!

Það lögðu margir við hlustir þegar bænir um björgun, forðun, fermingu og fylgd bárust úr myndasöguheimi Hugleiks Dagssonar. Að sama skapi vakti barátta eineygða kattarins Kisa við hnakkana sem Hugleikur setti í bók um síðustu jól talsverða athygli. Nú sem fyrr kemur Hugleikur víða við og beitir fyrir sig kaldhæðni og hárbeittum húmor, lesendum til hryllingsblandinnar ánægju!

1.140 kr.
Afhending