Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Federico García Lorca, Hallberg Hallmundsson

Ekkert spænskt ljóðskáld hefur verið í meiri hávegum haft utan heimalands síns en Federico García Lorca. Þar kemur tvennt til: alþýðlegt, ljóðrænt tungutak hans, oft og tíðum skreytt óvæntum líkingum og myndhvörfum, og viðfangsefni sótt í gnægtarbrunn spænskrar hefðar.

Lorca fæddist 5. júní 1899 í Fuente Vaqueros, skammt frá Granada. Hann fór snemma að yrkja og gaf út fyrstu bók sína – í lausu máli þó – fyrir tvítugt, en lagði jafnframt stund á tónlist. Frá 1919 til 1934 hélt hann sig að mestu í Madrid, þar sem hann setti á svið leikhúsverk, stundaði myndlist, og las úr ljóðum sínum, sem fyrst voru gefin út 1921. Auk alls þessa gaf hann sér tíma til að ljúka lögfræðiprófi frá háskólanum í Granada 1923, halda myndlistarsýningu í Barcelona 1927, og gefa út Tataraþulur 1928. Árin 1929-30 dvaldist hann í New York og á Kúbu. Afrakstur þeirrar dvalar var Skáld í New York.

Heim kominn gaf Lorca út Poema del cante jondu, safn stuttra ljóða sem rót áttu í hefð spænskra sígauna. En hann hafði um árabil einnig stundað leikritun, og nokkur leikrita hans höfðu verið sett á svið við góðan orðstír.

Útgefandi: Brú

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun