Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Andrea Maack, Birta Guðjónsdóttir, Huginn Þór Arason, Karlotta Blöndal, Tinna Guðmundsdóttir

Frá upphafi hefur Nýlistasafnið verið mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi og menningarumhverfi. Safnið er stofnað og rekið af listamönnum og hefur sinnt hlutverki sínu sem sýninga- og umræðuvettvangur með því að skipuleggja alþjóðlega listviðburði og tengjast ýmsum menningarstofnunum innanlands sem utan.

Tilgangurinn með ritinu er að ná utan um sýningasögu safnsins og vera heimild um merka stofnun í myndlist samtímans. Með þessari útgáfu er skjala- og gagnasafn safnsins opnað og þannig er áhugasömum gefin innsýn í hvernig safnið hefur kynnt sig og starfsemi sína í gegnum tíðina. Í ritinu er að finna grunnupplýsingar um starfsemi og hlutverk safnsins og miðast uppsetning þess fyrst og fremst við að auðvelt sé að leita upplýsinga og hafa ánægju af um leið.

Ritið er mikilvægt uppflettirit fyrir alla þá hafa áhuga á samtímamyndlist, grafískri hönnun, menningar- og safnafræði.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun