Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Hér segir m.a. frá nótabáti Tálknfirðings BA 325, sem breyttist í glæsilegt víkingaskip á Þjóðhátíð Vestfirðinga 1974.

Meðal efnis eru smásögur og þættir:
•Víkingaskipið í Vatnsfirði
•Þegar ég fann hamingjuna
•Mótun Vestfirðingsins
•Revían í áhugaleikhúsinu
•Í grautarskóla hjá Þorbjörgu
•Brúðkaup í Zújar
•Á Steingrímsfjarðarheiðinni
•Ágrip af sögu harmonikunnar
•Sr. Jón Kr. Ísfeld
•Og margt fleira

Pétur Bjarnason starfaði lengst af við skólamál en er nú kominn á eftirlaun. Hann hefur hefur ritstýrt fjölda blaða og tímarita, skrifaði sögu SÍBS, Sigur lífsins – SÍBS í 75 ár, auk fjölda blaða- og tímaritsgreina. Þá hefur hann gefið út nokkra vasapésa, sem hafa notið vinsælda.