Flokkar:
Höfundur: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Það er vægast sagt ótrúlegt að einn og sami maðurinn skuli hafa lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippeysku fangelsi þar sem dauði og eymd eru daglegt brauð, þolað að týnast í brennheitri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Og þegar hann flutti loksins aftu rheim til Eyja byrjaði að gjósa í bakgarðinum hjá honum.
Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonra sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáldskapur. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar sögu Gísla eins og honum einum er lagið; lesandinn sogast inn í magnþrungna og grípandi frásögnina og fylgir Gísla í gegnum hvern lífsháskann af öðrum.
Sprellfjörug ævintýrasaga!
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun