Flokkar:
Höfundur: Juliana Léveillé-Trudel
Eins og gæsirnar (nirliit á Inuttitut, tungumáli inúíta) kemur ung kona á vorin að sunnan, þ.e. frá suðurhluta Québec-fylkis í Kanada, norður til Salluit í Nunavik-héraði þar sem hún sinnir árstíðabundnu starfi. Í bókinni ávarpar hún Evu vinkonu sína sem er horfin og hefur að öllum líkindum verið myrt án þess að lík hennar hafi fundist.
Sögukonan tvinnar saman frásagnir af starfi sínu með börnum, kynnum af Evu og öðrum Salluit búum og örlögum Elijah, sonar Evu, eftir hvarf móður hans. Frásagnir af ástum og afbrýði, fíknum og flótta frá nöturlegum aðstæðum í einni af nyrstu byggðum manna á jarðkringlunni, þar sem landslag er ægifagurt og ógnvekjandi í senn.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun