Johan Sletten veikist alvarlega og gerir þá sérstakt samkomulag við konu sína. Það snýst um að þegar hann geti ekki lengur lifað með reisn og lífið verði óbærilegt, þegar hann verði orðinn henni og öðrum byrði eigi hún að aðstoða hann við ákveðinn verknað að lokum. Þegar stundin nálgast efast hann samt um hvort samkomulagið sé í rauninni einlægur vilji hans. Fyrr en varir eru hjónin komin handan við þau mörk sem þau þekkja – þar sem tungumálið leysist upp og ástin er fallvölt.
Náð er ljúfsár og hrífandi ástarsaga um þá erfiðu list að lifa allt til dauðans, um hið óleysanlega lífsdæmi sem þarf að gera upp í lokin – og ekki síst um það að fela líf sitt í hendur annarra.
Linn Ullmann (f.1966) er einn vinsælasti rithöfundur Noregs. Áður hefur birst eftir hana á íslensku skáldsagan Áður en þú sofnar, en eins og Náð hefur hún verið þýdd á fjölda tungumála.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun