57 ára gömul kona finnst myrt í Stovner fyrir utan Ósló. Lögregluforinginn Cato Isaksen og samstarfskona hans, Marian Dahle, sjá um rannsókn málsins. Konan sem var myrt virðist hafa verið einfari og þjáðst af þunglyndi. Eina manneskjan sem hún hafði samband við var kona á hjúkrunarheimili í nágrenninu. Um líkt leyti hverfur 19 ára gömul stúlka, Lilly Rudeck, sporlaust af tjaldstæði í Østfold. Þegar í ljós kemur að eigandi tjaldsvæðisins býr í sömu blokk og þunglynda konan skynja Isaksen og Dahle tengsl milli málanna tveggja. Myrkramaðurinn er æsispennandi og margslungin sakamálasaga eftir einn virtasta sakamálasagnahöfund Norðurlanda — norsku glæpasagnadrottninguna Unni Lindell. Hún er metsöluhöfundur víða um heim og hefur tvívegis hreppt hin virtu Riverton-verðlaun í Noregi. Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.
„Unni Lindell skrifar frábærlega vel og lýsingar hennar og persónusköpun rista djúpt.“ – Trønder-Avisa
„Unni Lindell leikur sér að lesandanum á fimlegan hátt.“ – Dagens Næringsliv
Höfundur: Unni Lindell