Höfundur: Hugleikur Dagsson
Hugleikur Dagson er mættur aftur, jafn óviðeigandi og drepfyndinn og alltaf. Safnrit þetta er á ensku en bækur Hugleiks hafa þegar komið út í yfir 10 löndum og tveimur heimsálfum.
Hann hefur ennfremur skrifað leikrit, séð um útvarpsþætti, gert vídjóverk og sinnt myndlist. Nú síðast gerði hann teiknimyndaþættina um Hulla sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarna mánuði.
Efnistök í þessari nýjustu bók eru nokkuð kunnugleg aðdáendum Hugleiks; þar er meðal annars tæpt á áfengissýki, firringu, rassskellingum, sifjaspelli, almennu hatri og auðvitað soltnum kisum – allt með hæfilegum skammti af notalegri kaldhæðni.