Árið 1234 hélt íslenski stórhöfðinginn Sturla Sighvatsson suður til Rómar til þess að fá aflausn páfa fyrir misgjörðir sínar og var leiddur þar milli höfuðkirkna eins og segir frá í Sturlungu. Þá stóð hann á hátindi ferils síns og stefndi hærra. Hann ætlaði að ná æðstu völdum á Íslandi og hafði allt til að bera: auð, öfluga bakhjarla og atgervi.
En eitthvað fór úrskeiðis hjá hinum glæsilega höfðingja og um það fjallar þessi mikla skáldsaga Thors Vilhjálmssonar sem hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 1998.
Morgunþula í stráum geymir dýrkeypta visku; hún er hugvekja um valdið og drambsemina, ofbeldið og kærleikann, uppgjör við þá hetjuhugsjón sem við höfum tekið í arf.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 48 mínútur að lengd. Höfundur les.