Höfundar: Bojan Radovanovic, Huginn Þór Grétarsson, Milos Mijatovic
Barnabók byggð á Þrymskviðu.
Söguþráðurinn er sá að Þór reiðist heiftarlega þegar hamri hans er stolið. Loki ferðast til Jötunheima og hittir þar Þrym þursadrottin sem hefur tekið hamarinn og falið hann djúpt í iðrum jarðar.
Hann segist láta Þór fá Mjölni aftur ef hann fái Freyju sem konu. Ekki fellst Freyja á að klæðast brúðarlíni og halda til Jötunheima.
Þá eru góð ráð dýr enda munu Jötnar flæða yfir Ásgarð ef Þór heimtir ekki hamar sinn aftur …