Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Árni Björnsson

Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing  er einkar vönduð og skemmtileg bók um merkisdaga og áfanga á lífsleiðinni, Hér eru raktir íslenskir siðir og venjur við hátíðis- og merkisdaga í ævi hvers manns. Fjallað er um kviknan lífsins, meðgönguna og barnsfæðinguna sjálfa, rakin saga fermingar og afmælishalds, ítarlega lýst fornum venjum og nýjum við trúlofun og brúðkaup, og að lokum gerð grein fyrir andláts- og útfararsiðum.


Merkisdagar á mannsævinni er lipurlega skrifuð, skemmtileg og fræðandi bók um íslenskar hefðir og siði til forna og fram á okkar dag. Ómissandi á hverju heimili.

Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1996.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun