Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Lucinda Riley

Eftir dauða Pa Salt, milljarðamæringsins sem ættleiddi sex dætur allsstaðar að úr heiminum, lætur ein þeirra, Tiggy D’Apliése, innsæið ráð för og flytur á afskekktan stað í skosku hálöndunum til að hugsa um villt dýr á landareign héraðshöfðingjans fjallmyndarlega, Charlie Kinnaird, sem er í óhamingjusömu hjónabandi og á í baráttu um landareignina.

Þessi ákvörðun breytir lífi hennar því þar hittir hún Chilly, gamlan Róma-mann sem segir henni að hún hafi ekki bara sjötta skilningarvitið og sé græðari af Guðs náð, heldur líka að því hafi verið spáð fyrir löngu að þau ættu eftir að hittast og hann myndi senda hana heim til fæðingarstaðar síns við Granada á Spáni.

Tiggu uppgötvar tengsl sín við hið sögufræga Róma-samfélag í hellum Sacromonte og að hún á ættir að rekja til „La Candela“, sögufrægasta flamengódansara sinnar kynslóðar.

Mánasystirin er fimmta bókin í þessum seiðmagnaða bókaflokki sem nefndur er eftir fyrstu bókinn, Sjö systur. Söguþráðurinn byggir lauslega á goðsögnum um stjörnuþyrpinguna Sjöstyrnið. Bækurnar um systurnar sjö eru einhverjar vinsælustu skáldsögur í heimi.

Arnar Matthíasson þýddi úr ensku.