Flokkar:
Höfundur: Nína Þorkelsdóttir
einu sinni ferðuðust flugvélar
milli tímabelta
fullar af handfarangri
og fríhafnarpokummyndi þetta brotna í ókyrrð?
sögðu óttalausir farþegaren flughrædda fólkið
gat ekki hugsað um neitt efnislegt
hausinn á þeim var eins og nisti
sem rúmar bara eina fjölskyldumyndsamkvæmt ritrýndum heimildum
er flughræðsla órökrétt
og kvíði æfing í þakklæti
Nína er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún er með bakgrunn í mannfræði, lögfræði og tónlist og hefur undanfarin ár starfað við ritstjórn og blaðamennsku. Vorið 2021 hlaut hún Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir Lofttæmi, sem er hennar fyrsta bók.