Höfundur: Sigurður Pálsson
Ljóðorkuþörf er hægt að lesa sem samfellda ljóðahljómkviðu í sjö hlutum, sem hver og einn er gerður úr sjö ljóðum þótt hvert ljóð sé sjálfstætt.
Þannig endurspeglar formgerð bókarinnar eitt af helstu umhugsunarefnum hennar, tengsl einstaklings og samfélags. Nauðsyn þess að hver einstakur sé í heilbrigðu sambandi við sjálfan sig. Einkum þegar samfélagið hrynur. Þá höfum við, sem aldrei fyrr, þörf fyrir ljóðorku.
Hér mætast í sterkum hljómi ljóðmyndir sem ýmist eru léttúðugar, alvarlegar, lífsglaðar, mælskar eða meitlaðar en þetta eru jafnan einkenni ljóða Sigurðar Pálssonar.