Flokkar:
Höfundur Steingrímur Arason
[removed]Litla gula hænan í íslenskum búningi Steingríms Arasonar kennara og rithöfundar er frægari en aðrar dæmisögur hérlendis þótt uppruni hennar sé raunar rakinn vestur um haf. Fyrir býsna marga hefur þessi saga verið með fyrstu textum sem þeim tókst að ráða í af eigin rammleik, en hún er ekki síður eftirminnileg fyrir sinn tæra og einfaldan réttlætisboðskap sem oft er vitnað til og stjórnmálahreyfingar bæði til vinstri og hægri hafa viljað eigna sér. Auk Litlu gulu hænunnar eru í bókinni fleiri kunnuglegar sögur, svo sem um sætabrauðsdrenginn sprettharða, Unga litla og um pönnuköku sem fór að heiman. Iðunn Arna Björgvinsdóttir endurgerði myndir úr fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1930.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun